Sunday, March 30, 2008

Fimmtu skrif

Það er alltaf sama sagan. Nú er víst ekki lengur leyfilegt að njóta reyktóbaks í sölum kvikmyndahúsa hér á landi. Hvað kemur næst?

Thursday, March 20, 2008

Fjórðu skrif

Ég fór á tónleika með hljómsveitinni Yardbirds í gærkvöldi. Sveitin er frægust fyrir að hafa fóstrað nokkra af áhrifamestu gítarleikurum sögunnar, þá Eric Clapton, Keith Richards, Jeff Beck og Jimmy Page. Enginn þeirra félaga mætti þó á svæðið í gærkvöldi, enda ekki lengur meðlimir hljómsveitarinnar. Reyndar eru fáir eftir af upprunalegum meðlimum, einungis þeir Chris Dreja ryþmagítar- og hristuleikari og Jim McCarty trommuleikari. Aðrir stofnmeðlimir eru ekki meðal lifenda lengur, Keith Relf söngvari lést árið 1976 þegar hann var að spila Ramones lag á rafmagnsgítar á meðan hann var í baði, og Roky Erickson bassaleikari lést þegar hann gekkst undir raflostsmeðferð á geðsjúkrahúsi árið 1979. Þeir sem fylltu skarð látinna og hættra á tónleikunum í gær voru þeir Joe Cocker hristu- og munnhörpuleikari, John Idan söngvari og bassaleikari og Ben King leiðigítarleikari. Tónleikarnir voru ágætir.

Tuesday, March 18, 2008

Þriðju skrif

Róbert Dylan er á leiðinni. Það er því vonandi að Egill Helgason hafi ennþá sæmileg tengsl við undirheimaverslanir landsins.

Önnur skrif

Óttaleg leiðindasamkoma þessi íslensku tónlistarverðlaun. Sá eini sem komst þokkalega frá sínu var Barði í Maus.

Monday, March 17, 2008

Fyrstu skrif

Netbólan er sprungin.